139. löggjafarþing — 100. fundur,  28. mars 2011.

tilhögun þingfundar og tilkynning um dagskrá.

[15:02]
Horfa

Forseti (Ásta R. Jóhannesdóttir):

Forseti vill geta þess að þegar að loknum óundirbúnum fyrirspurnatíma fer fram kosning sérnefndar um þingsköp Alþingis. Þá verða jafnframt atkvæðagreiðslur um 3.–8. dagskrármál.

Að atkvæðagreiðslum loknum verður settur nýr fundur sem er fyrirspurnafundur.

Um kl. hálffjögur fer fram umræða utan dagskrár um mengunarmál aflþynnuverksmiðjunnar Becromal við Eyjafjörð. Málshefjandi er hv. þm. Björn Valur Gíslason. Hæstv. umhverfisráðherra Svandís Svavarsdóttir verður til andsvara. Umræðan fer fram skv. 2. mgr. 50. gr. þingskapa og stendur í hálfa klukkustund.