139. löggjafarþing — 100. fundur,  28. mars 2011.

húsnæðismál.

547. mál
[15:39]
Horfa

Þórunn Sveinbjarnardóttir (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Frú forseti. Ég kem hér upp sem nefndarmaður í félags- og tryggingamálanefnd. Þar hefur þetta mál verið unnið í mikilli eindrægni eins og önnur mál sem þar eru tekin fyrir. Allir eru á málinu fyrir utan hv. þingmenn Sjálfstæðisflokksins ef ég man það rétt. Hér er vel að málum staðið, það er verið að efna þau fyrirheit og þá samninga sem gerðir voru á haustdögum og hér er verið að létta byrðar á heimilum á Íslandi. Ríkisstjórnin er að standa við fyrirheit sín.