139. löggjafarþing — 102. fundur,  29. mars 2011.

tóbaksvarnir.

579. mál
[15:29]
Horfa

Ólafur Þór Gunnarsson (Vg) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þm. Þráni Bertelssyni svörin. Mig langar í framhaldi af þessu að nefna það sem ég geri ráð fyrir að hv. þingmanni sé kunnugt um að nú þegar hlýst nokkurt heilsutjón af notkun bæði neftóbaks og munntóbaks þó að dauðsföll séu kannski ekki talin í tugum eða tylftum á hverju ári. Telur þingmaðurinn að verðlagning á þessum vörum ætti þá að vera í meira samræmi við þann kostnað sem þær valda í heilbrigðiskerfinu?