139. löggjafarþing — 102. fundur,  29. mars 2011.

landlæknir og lýðheilsa.

190. mál
[18:07]
Horfa

Ólafur Þór Gunnarsson (Vg) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir svörin. Það er alveg rétt hjá hv. þingmanni að stofnun eins og Landspítali – háskólasjúkrahús er á mörgum stöðum. Ég held að óhætt sé að fullyrða að það hefur ekki orðið stofnuninni til neinnar sérstakrar farsældar að vera á mörgum stöðum, enda hefur hv. þingmaður vafalaust heyrt eins og ég í gegnum tíðina umræðu um að betur færi á því að starfsstöðvum yrði fækkað og meiri hluti starfsmanna væri á einum stað.

Ég vil inna hv. þingmann aftur eftir svari við seinni spurningu minni um það hvort vondir samningar eigi að verða til að hindra framþróun í starfi stofnananna.