139. löggjafarþing — 102. fundur,  29. mars 2011.

innstæðutryggingar og tryggingakerfi fyrir fjárfesta.

237. mál
[18:37]
Horfa

Frsm. meiri hluta viðskn. (Skúli Helgason) (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég er þeirrar skoðunar að bankakerfið okkar sé of stórt og að finna þurfi leiðir til að minnka það á komandi missirum. Ég hef áhyggjur af því að ársreikningar þeirra tveggja banka sem þegar hafa skilað uppgjörum sínum sýna okkur að kostnaðaraukningin er veruleg í þeim báðum. Ég tel að við þurfum að finna leiðir til að þessir bankar minnki efnahagsreikninga sína á allra næstu árum og dragi þar með úr þeirri áhættu sem þeir skapa fyrir efnahagslíf í landinu og almenning.