139. löggjafarþing — 103. fundur,  30. mars 2011.

landlæknir og lýðheilsa.

190. mál
[14:44]
Horfa

Sigmundur Ernir Rúnarsson (Sf):

Frú forseti. Sakir efnahags okkar og þrenginga þar eigum við eftir að sameina fjölmargar stofnanir á komandi árum og er það vel í nafni hagræðingar. Um leið og ég óska starfsfólki þessarar stofnunar velfarnaðar sem og stofnuninni sjálfri tel ég eðlilegt að við höldum í það virðulega nafn sem hefur fylgt þjóðinni í árhundruð. Það er engin ástæða til að kasta fallegustu nöfnum Íslands fyrir róða án gildra raka. (Gripið fram í.)