139. löggjafarþing — 104. fundur,  31. mars 2011.

rannsókn á stríðsrekstri í Líbíu.

[10:50]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (Hr):

Forseti. Er ekki tilefni til að hafa frumkvæði að því að fordæma stríðsglæpi NATO í Afganistan og á vettvangi NATO og kalla eftir rannsókn á því sem komið hefur fram í The Afghan Warlords sem lekið var á Wikileaks? Þar koma fram tölur yfir hversu margir óbreyttir borgarar hafa verið myrtir og meira að segja kom fram í grein í gær, sem var birt í Rolling Stone, með ljósmyndum og vídeóum, að hermenn hafi drepið almenna borgara sér til leiks og látið mynda sig með líkin. Er ekki tilefni til að fordæma svona stríðsglæpi og er ekki tilefni til að beita sér enn frekar á vettvangi NATO til að sýna að við séum með sanni þjóð sem styður frið og t.d. stefnu Vinstri grænna? Ég skora jafnframt á Vinstri græna að beita sér meira í utanríkisstefnu landsins.