139. löggjafarþing — 104. fundur,  31. mars 2011.

aðkoma ríkisstjórnarinnar að kjarasamningum.

[14:38]
Horfa

Þórunn Sveinbjarnardóttir (Sf):

Hæstv. forseti. Ég hef ekki miklar athugasemdir við fundarstjórn, en vil í tilefni þessarar umræðu segja að að því er ég best veit hófst fundur forustumanna ríkisstjórnarinnar ásamt aðilum vinnumarkaðarins um eittleytið. Ég veit ekki annað en að hann standi enn og ég held að það væri ágætt að leyfa þeim fundarhöldum að ljúkast og heyra svo af þeim. Ég get alveg tekið undir það með hv. þingmönnum að að sjálfsögðu væri gott að fá hingað inn fréttir af þeim hið fyrsta. Ég hygg að það væri t.d. hægt að gera með því að formenn stjórnmálaflokkanna á hinu háa Alþingi mundu hittast og ræða saman, en ég skal koma þeim boðum til míns fólks að það sé mikill áhugi hér á að heyra af niðurstöðu fundarins, þ.e. ef einhver niðurstaða fæst á honum.