139. löggjafarþing — 104. fundur,  31. mars 2011.

uppbygging á Vestfjarðavegi.

439. mál
[18:13]
Horfa

Mörður Árnason (Sf) (andsvar):

Forseti. Það er fróðlegt að heyra að 1. flutningsmaður, hv. þm. Einar K. Guðfinnsson, vill afnema með lögum það umhverfismat sem hann telur hafa farið illa en er reiðubúinn að bíða eftir umhverfismati sem gæti farið vel. Þá vaknar auðvitað spurningin: Eru ekki þessir þrír fínu flutningsmenn og háttvirtu, Einar K. Guðfinnsson, Ásbjörn Óttarsson og Gunnar Bragi Sveinsson, alveg örugglega tilbúnir til að flytja þá sams konar frumvarp ef umhverfismatið skyldi fara illa frá Kjálkafirði til Vattarfjarðar? Má ekki alveg reiða sig á það að ef það fer illa komi lög en ef það fer vel sé þetta í lagi? Umhverfismat er þá til þess að það fari vel.