139. löggjafarþing — 104. fundur,  31. mars 2011.

uppbygging á Vestfjarðavegi.

439. mál
[18:15]
Horfa

Ragnheiður E. Árnadóttir (S) (um fundarstjórn):

Frú forseti. Klukkan þrjú áttum við formenn þingflokka fund með hæstv. forseta og óskuðum eftir því að við fengjum fregnir af því hvað fram færi á fundum hæstv. ríkisstjórnar með aðilum vinnumarkaðarins. Nú hefur ekki, eins og mátti kannski búast við, borist svar við þeirri fyrirspurn okkar, alla vega ekki til mín.

Ég spyr hæstv. forseta hvort einhver von sé á að við fáum þá umræðu sem um var beðið og til vara hvort forsvarsmenn ríkisstjórnarinnar geti kallað forustumenn stjórnarandstöðunnar á sinn fund til að greina þeim frá hver staðan í þessum viðræðum er. Við fáum eins og alltaf fréttir úr fjölmiðlum í staðinn (Forseti hringir.) fyrir að fá að vera í samráði.