139. löggjafarþing — 105. fundur,  7. apr. 2011.

mat á beitingu Breta á l. um varnir gegn hryðjuverkum fyrir íslensk fyrirtæki.

672. mál
[11:07]
Horfa

Gunnar Bragi Sveinsson (F) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Ég fagna því að þessi beiðni skuli vera komin fram og mun að sjálfsögðu styðja hana heils hugar. Ég vil hins vegar nota tækifærið til að minna á að í utanríkismálanefnd er þingsályktunartillaga sem ég og fleiri þingmenn fluttum varðandi mögulega málshöfðun á hendur Bretum vegna beitingar hryðjuverkalaganna. Ég fer fram á að sú tillaga verði rædd í nefndinni og afgreidd með hraði þannig að við getum hafið þá vinnu sem nauðsynleg er vegna þessa brýna og mikilvæga máls. En ég fagna því að sjálfsögðu að beiðnin skuli vera komin fram.