139. löggjafarþing — 105. fundur,  7. apr. 2011.

tekjuskattur.

300. mál
[11:13]
Horfa

Árni Þór Sigurðsson (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Frú forseti. Ég var stuðningsmaður þess að þetta frumvarp yrði lagt fram í þeim búningi sem það kom frá hæstv. fjármálaráðherra. Það er rétt að geta þess að ég skrifaði undir nefndarálit efnahags- og skattanefndar með fyrirvara ásamt hv. þm. Þuríði Backman. Sá fyrirvari lýtur, eins og fram kemur í nefndarálitinu, að þeim breytingartillögum sem meiri hluti nefndarmanna hefur ákveðið að gera sem við erum ekki flutningsmenn að. Við munum því sitja hjá við atkvæðagreiðslu um þær breytingartillögur sem liggja fyrir en styðja frumvarpið að öðru leyti.