139. löggjafarþing — 105. fundur,  7. apr. 2011.

tekjuskattur.

300. mál
[11:14]
Horfa

Magnús Orri Schram (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Hér erum við að tryggja að engar skattgreiðslur komi til vegna sjúkdómatrygginga og útgreiðslna til handa bótaþegum. Um er að ræða eingreiðslubætur sem ætlað er að bæta miska vegna erfiðra veikinda en ekki vegna kostnaðar vegna tekjutaps. Forsendan er eingreiðslubætur og þess vegna styð ég frumvarpið.