139. löggjafarþing — 105. fundur,  7. apr. 2011.

tekjuskattur.

300. mál
[11:17]
Horfa

Þuríður Backman (Vg):

Hæstv. forseti. Ég tel að við séum með þessum breytingum að bregðast við þeirri hefð sem skapast hefur varðandi sölu á sjúkdómatryggingum. Ég tel að það sé umhugsunarefni að tryggingafélög geti markaðssett sjúkdómatryggingar eða aðrar tryggingar umfram það sem lög heimila og ég tel að það sé líka umhugsunarvert hvort við séum, með því að taka upp þær breytingar sem við ætlum að fara út í, að koma upp tvöföldu sjúkratryggingakerfi, hinu almenna og svo fyrir þá sem meira mega sín.