139. löggjafarþing — 108. fundur,  11. apr. 2011.

uppgjör Icesave-málsins.

[15:07]
Horfa

efnahags- og viðskiptaráðherra (Árni Páll Árnason) (Sf):

Virðulegi forseti. Það er grundvallaratriði gjaldþrotaréttar að kröfuhafar í bú fái allt sem fellur til í búinu. Það er tryggt að íslenskum rétti og forgangskröfuhafar í bú Landsbanka Íslands eru að meginþorra til innstæðutryggingarsjóðir Breta og Hollendinga og síðan góðgerðarfélög og aðrir þeir sem áttu innstæður í Icesave-útibúunum. Það er því fullkomlega hægt að halda því fram með góðum rökum að við tryggjum rétt þess fólks gegn því að alþjóðlega viðurkennd grundvallarviðmið um meðferð þrotabúa gildi einfaldlega um þessa kröfu og að fólkið hafi nú þegar fengið bætt úr sínum innstæðutryggingarsjóðum fjárhæðir sínar og að þeir fái nú sínar kröfur (Forseti hringir.) til baka að mestu eða öllu leyti.