139. löggjafarþing — 108. fundur,  11. apr. 2011.

niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslu og ESB-umsókn.

[15:21]
Horfa

Ragnheiður E. Árnadóttir (S):

Virðulegi forseti. Ég sperrti svo sannarlega eyrun. Það sem einnig kom fram í máli hv. þm. Bjarna Benediktssonar var að við vitum ekkert hve langan tíma þetta tekur, jafnvel þótt það fari á þann veg sem rætt var um áðan.

Einstakir stjórnmálamenn hafa lag á að tengja þessi mál, segir hæstv. utanríkisráðherra og hefur ekki miklar áhyggjur af því. Ég hef áhyggjur af því. Það sem vakir fyrir mér er að forgangsröð okkar Íslendinga sé röng um þessar mundir. Núna eigum við að einbeita okkur að því að klára þetta mál í samræmi við þann þjóðarvilja sem fram kom í atkvæðagreiðslunni um helgina. Síðan eigum við að einbeita okkur að öllum þeim málum sem við höfum látið sitja á hakanum vegna þess að við erum með verklausa ríkisstjórn sem hefur t.d. í aðgerðaleysi sínu skýlt sér á bak við þetta Icesave-mál. Eins og rætt var hérna áðan þurfum við að fara í atvinnumálin og hin (Forseti hringir.) málin sem brennur á að leysa en á meðan vill hæstv. utanríkisráðherra einhenda sér áfram í þessa ESB-umsókn sem enginn vilji (Forseti hringir.) virðist vera fyrir og nú hafa framsóknarmenn ítrekað það. (Forseti hringir.) Þess vegna segi ég: Gefum fólkinu valdið, (Forseti hringir.) kjósum um þetta. Getum við sammælst um það?