139. löggjafarþing — 108. fundur,  11. apr. 2011.

fjölmiðlar.

198. mál
[15:40]
Horfa

Ragnheiður Ríkharðsdóttir (S) (um atkvæðagreiðslu):

Frú forseti. Við greiðum hér atkvæði um fjölmiðlafrumvarpið. Það kom fram í ræðu minni þar sem ég tala fyrir hönd minni hlutans í nefndinni að við erum ekki sátt við það frumvarp sem hér liggur fyrir. Við teljum að þrír þættir standi út af sem skipta verulegu máli, það varðar sérlög um Ríkisútvarpið og samkeppnisþátt, Fjölmiðlastofu og eignarhald á fjölmiðlum. Við erum hins vegar sammála um að nefndin hefur unnið þarft starf í breytingum á frumvarpinu eins og það liggur fyrir og munum ekki standa í vegi fyrir því að frumvarpið verði að lögum. Við munum sitja hjá, a.m.k. ég og ég legg það til við samþingmenn mína í Sjálfstæðisflokknum að við sitjum hjá við atkvæðagreiðslur um þær breytingartillögur sem hér verða fluttar.