139. löggjafarþing — 108. fundur,  11. apr. 2011.

fjölmiðlar.

198. mál
[15:43]
Horfa

Margrét Tryggvadóttir (Hr):

Forseti. Hér legg ég til að fjölmiðlum sem hafa hlutlæga miðlun frétta og fréttatengds efnis að markmiði beri að gæta jafnræðis milli ólíkra sjónarmiða, stjórnmálaafla og annarra pólitískra hreyfinga. Ég tel að umfjöllun um bæði sjónarmið já- og nei-hreyfinga fyrir atkvæðagreiðsluna um Icesave hafi nú eiginlega sannað gildi þessarar breytingartillögu.