139. löggjafarþing — 110. fundur,  12. apr. 2011.

niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslunnar og framhald Icesave-málsins, munnleg skýrsla forsætisráðherra.

[14:01]
Horfa

Forseti (Ásta R. Jóhannesdóttir):

Tilhögun umræðunnar verður eftirfarandi: Ráðherra hefur 12 mínútur til framsögu og talsmenn annarra þingflokka sjö mínútur hver. Þá hefur einn þingmaður frá hverjum þingflokki fjórar mínútur hver og einn ræðumaður utan flokka fær einnig fjórar mínútur. Í lok umræðunnar hefur forsætisráðherra fjórar mínútur. Andsvör eru ekki leyfð.