139. löggjafarþing — 111. fundur,  13. apr. 2011.

vantraust á ríkisstjórnina, þingrof og nýjar kosningar.

751. mál
[21:20]
Horfa

Sigurður Kári Kristjánsson (S):

Virðulegi forseti. Það þarf svo sem ekki að fara mörgum orðum um að það er augljóst okkur sem stöndum að þessari tillögu, sem og fólkinu í landinu, að ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur er á endastöð komin. Það sjá allir.

Vinstri hreyfingin – grænt framboð og formaður þess flokks eru fyrir löngu orðin uppiskroppa með loforð til að svíkja og hæstv. forsætisráðherra er ekki í nokkrum tengslum við fólkið í landinu. Það blasir við öllum að þessi ríkisstjórn er óhæf til að takast á við þau verkefni sem henni hafa verið falin.

Þingmenn stjórnarflokkanna hafa týnt tölunni hver á fætur öðrum og það kann að vera að þó að þessi tillaga verði ekki samþykkt standi ríkisstjórnarmeirihlutinn uppi með aðeins eins manns meiri hluta. Það þýðir að hver og einn þingmaður í stjórnarliðinu hefur neitunarvald í öllum málum (Forseti hringir.) sem ríkisstjórnin leggur fram.

Ég segi já.