139. löggjafarþing — 111. fundur,  13. apr. 2011.

vantraust á ríkisstjórnina, þingrof og nýjar kosningar.

751. mál
[21:22]
Horfa

Kristján Þór Júlíusson (S):

Forseti. Það er ákall úti í samfélaginu eftir því að gefa einstaklingum og fyrirtækjum tækifæri til að skapa. Helsta fyrirstaðan í því er sú ríkisstjórn sem nú er við völd. Í umræðunni um vantrauststillögu sjálfstæðismanna í dag hefur mikið borið á umræðum um fortíðina og ábyrgð Sjálfstæðisflokksins í þeim efnum.

Árið 2010 var Sjálfstæðisflokkurinn ekki við meirihlutastjórn í landinu. Það ár hefur núverandi forsætisráðherra kallað ár hinna glötuðu tækifæra. Ábyrgðin á því snýr að núverandi ríkisstjórn og ég segi já við þessari tillögu.