139. löggjafarþing — 111. fundur,  13. apr. 2011.

vantraust á ríkisstjórnina, þingrof og nýjar kosningar.

751. mál
[21:32]
Horfa

Sigurður Ingi Jóhannsson (F):

Virðulegi forseti. Ræður forsvarsmanna ríkisstjórnarinnar fyrr í kvöld eru ekkert annað en móðgun við fólk sem er við það að missa heimili sín, við fólk sem stendur í biðröðum eftir mat, biðröðum sem hafa aldrei verið lengri, við fólk sem er án atvinnu. Sífellt fleiri horfa upp á það að hafa verið án vinnu í meira en eitt ár. Það er líka móðgun við fólk sem neyðst hefur til að flýja land til að geta séð fjölskyldum sínum farborða.

Hæstv. forseti. Nei, þrátt fyrir fögur fyrirheit er árangurinn lítill, trúverðugleikinn eftir Icesave enginn. Trú, von og bjartsýni eru horfin.

Þessi stjórn þarf að fara frá og ég segi já.