139. löggjafarþing — 111. fundur,  13. apr. 2011.

vantraust á ríkisstjórnina, þingrof og nýjar kosningar.

751. mál
[21:36]
Horfa

fjármálaráðherra (Steingrímur J. Sigfússon) (Vg):

Frú forseti. Það þarf heldur meiri menn en stjórnarandstöðuþingmanninn sem neitaði því áðan að það væri farið að vora til að stöðva tímans þunga nið. Árstíðirnar koma og fara og svo mikið er víst að það var kalt, dimmt og nöturlegt haust 2008, bæði í náttúrunni og í þjóðmálunum þegar hér hrundi allt. Það var á höfuðábyrgð Sjálfstæðisflokksins. Sjálfstæðisflokkurinn má mín vegna vera jafnlengi í endurhæfingu utan Stjórnarráðsins og hann hafði tíma innan þess til að undirbúa það sem hér gerðist. Ég kaupi það. En það er staðreynd, hvort sem stjórnarandstöðuþingmönnum, hve margir sem þeir eru, líkar betur eða verr, að það er tekið að vora og líka í efnahagsmálum okkar. Það er tekið að liðkast um, hagvöxtur er farinn af stað, það er tekið að vora og sumarið (Forseti hringir.) verður gott, góðir landsmenn.

Ég segi nei.