139. löggjafarþing — 111. fundur,  13. apr. 2011.

vantraust á ríkisstjórnina, þingrof og nýjar kosningar.

751. mál
[21:38]
Horfa

Unnur Brá Konráðsdóttir (S):

Hæstv. forseti. Þegar boðað var til kosninga og kosið til nýs Alþingis árið 2009, fyrir réttum tveim árum, bar ég þá von í brjósti, sem og að ég tel öll þjóðin, að hér mundi skapast samstaða um þau miklu verkefni sem fram undan voru. Því miður hefur raunin ekki orðið sú og því miður virðist verkstjórinn sjálfur, leiðtogi ríkisstjórnarinnar, hæstv. forsætisráðherra Jóhanna Sigurðardóttir, leita ófriðar frekar en friðar þegar kostur er á því. Það er mjög miður.

Nú er einfaldlega komið að leiðarlokum og ég tel rétt að ríkisstjórnin fari frá og að hér verði boðað til kosninga. Það er eina leiðin til þess að Alþingi geti náð sátt við þjóðina, til að Alþingi geti leyst þau verkefni sem því ber með því að skapa hér aðallega samstöðu um þau stóru verkefni sem fram undan eru. (Forseti hringir.)

Ég segi já.