139. löggjafarþing — 111. fundur,  13. apr. 2011.

vantraust á ríkisstjórnina, þingrof og nýjar kosningar.

751. mál
[21:45]
Horfa

efnahags- og viðskiptaráðherra (Árni Páll Árnason) (Sf):

Virðulegi forseti. Haustið 2008 dundu miklir erfiðleikar yfir íslenska þjóð. Úrvinnsla þeirra erfiðleika hefur leitt þjóðina í mikil vandræði. Deilur og ágreiningur hafa verið ráðandi í samfélaginu. Eftir erfiðan ágreining sem við leiddum til lykta um síðustu helgi hefði verið gott að geta fært þjóðinni núna þá gjöf að við sameinuðumst um verkefnin fram undan, að við ynnum saman að lausnum og settum þjóðarhagsmuni í öndvegi, legðum til hliðar stundarhagsmuni og pólitíska flokkshagsmuni, einungis um stund. Það hefur okkur því miður ekki auðnast að gera hér, en til að leggja mitt lóð á þá vogarskál segi ég nei við þessari vanhugsuðu vantrauststillögu.