139. löggjafarþing — 111. fundur,  13. apr. 2011.

vantraust á ríkisstjórnina, þingrof og nýjar kosningar.

751. mál
[21:48]
Horfa

Birgir Ármannsson (S):

Hæstv. forseti. Fyrir 53 árum var í þessum sal forsætisráðherra sem lýsti ástandinu í ríkisstjórn sinni þannig að þar væri engin samstaða um úrræði sem að gagni mættu koma. Þessi ummæli Hermanns Jónassonar mörkuðu endalok þeirrar ríkisstjórnar sem hann stýrði.

Hið sama má segja um þá ríkisstjórn sem nú situr. Hún kemur sér ekki saman um nein úrræði sem að gagni mega koma. Hún á að fara frá.

Þess vegna segi ég já.