139. löggjafarþing — 112. fundur,  14. apr. 2011.

fjárframlög til heilbrigðisþjónustu.

[11:04]
Horfa

Sigurður Ingi Jóhannsson (F):

Virðulegi forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra svörin en verð að segja að þau valda nokkrum vonbrigðum. Það verður bara að viðurkennast að ríkisstjórnin hefur ekki sérstakan trúverðugleika, einna síst í þessu. Ég sendi fyrirspurn til hæstv. ráðherra og ráðuneytis um fækkun, m.a. á hjúkrunarrýmum og eins á mannskap sem hefur verið sagt upp vegna fjárlagagerðarinnar 2011. Í svarinu komu fram allt aðrar tölur en hafa til að mynda birst um þá fækkun sem hefur orðið á Landspítala – háskólasjúkrahúsi. Hæstv. ráðherra verður að tala skýrar og ég hvet hann til að koma hingað og lýsa því yfir að það verði gengið í þessa samninga strax í dag. Ég trúi því ekki að á fyrsta degi eftir að menn stóðust vantrauststillögu með minnsta mögulega mun ætli norræna velferðarríkisstjórnin og hæstv. velferðarráðherra (Forseti hringir.) ekki að reyna að standa í velferðarlappirnar. Menn lýstu því yfir að hér væri allt í blóma. (Forseti hringir.) Ég trúi því ekki.