139. löggjafarþing — 112. fundur,  14. apr. 2011.

framleiðsla, verðlagning og sala á búvörum.

13. mál
[11:23]
Horfa

Helgi Hjörvar (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Hv. þm. Einar K. Guðfinnsson er tillögugóður maður og hér er lítið mál um aukið frjálsræði í mjólkuriðnaði. En það er mikilvægt að frjálsræði fylgi eftirlit og þess vegna fer ég fyrir breytingartillögu í anda þeirra athugasemda sem Samkeppniseftirlitið setti fram við málið og fram kom hjá forstjóra þess, Páli Gunnari Pálssyni, á fundi nefndarinnar. Með því að gera breytingartillöguna að hluta af málinu er tryggt að það góða sem hér er fyrirhugað, að styrkja samkeppnisstöðu mjólkuriðnaðarins í alþjóðaumhverfinu, nái fram að ganga en fullnægjandi eftirlit fylgi eigi að síður. Því munum við styðja framgang málsins nái breytingartillagan fram að ganga.