139. löggjafarþing — 112. fundur,  14. apr. 2011.

framleiðsla, verðlagning og sala á búvörum.

13. mál
[11:30]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S):

Frú forseti. Ég hef ætíð gagnrýnt landbúnaðarkerfið og vil sjá breytingar á því. Þess vegna styð ég eindregið frumvarpið sem við ræðum. Þegar hv. þm. Helgi Hjörvar talar hins vegar um að „við“ samþykkjum þetta ekki, þ.e. Samfylkingin væntanlega, flokksræðið, og kemur með breytingu sem er nánast órædd get ég ekki samþykkt það. Þetta þarf að ræða. Hæstv. ríkisstjórn og hv. stjórnarþingmenn þurfa að læra eftir atburði gærdagsins að semja og vera í samráði við allt og alla (Gripið fram í.) því að það má ekki klikka einn maður í þeirra röðum. [Hlátur og frammíköll í þingsal.] (Forseti hringir.)