139. löggjafarþing — 112. fundur,  14. apr. 2011.

tekjuskattur.

300. mál
[11:44]
Horfa

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Frú forseti. Ég styð þetta mál heils hugar og stend að þeirri breytingartillögu sem efnahags- og skattanefnd gerir á málinu. Með þessu frumvarpi lögum við skattalöggjöf á Íslandi að norrænni skattalöggjöf þar sem líf- og sjúkdómatryggingar sem eingreiðslur eru skattfrjálsar. Hins vegar tek ég heils hugar undir með þeim þingmönnum sem vilja efla og styrkja almannatryggingakerfið þannig að allir Íslendingar eigi almennan rétt á opinberum greiðslum ef þeir verða fyrir alvarlegum skakkaföllum. En ég verð að játa að ég er hrædd um að sá tími sé ekki í nánustu framtíð að hægt verði að endurbæta hér sjúkratryggingahluta almannatryggingakerfisins sem í langri valdatíð Sjálfstæðisflokks varð að (Forseti hringir.) nánast engu. (Gripið fram í.)