139. löggjafarþing — 112. fundur,  14. apr. 2011.

tekjuskattur.

300. mál
[11:46]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S):

Frú forseti. Þessi tillaga byggist á þeim misskilningi að það sé hátekjufólk sem sé tryggt. Það vill svo til að hátekjufólk og fólk sem á miklar eignir þarf ekki að tryggja sig. Það tryggir sig almennt ekki. Það er lágtekjufólk og millitekjufólk sem þarf að tryggja sig og neyðist til þess, vegna þess að sjúkrasjóðirnir sem við höfum byggt upp hér á Íslandi eru háðir og tengdir í stéttarfélög og þeir sem eru utan stéttarfélaga, sjálfstæðir atvinnurekendur og aðrir slíkir, þurfa slíkar tryggingar, trillukarlar og margir fleiri. Þessi tillaga byggist á þessum misskilningi og ég greiði með gleði atkvæði gegn henni.