139. löggjafarþing — 112. fundur,  14. apr. 2011.

þjónustuviðskipti á innri markaði Evrópska efnahagssvæðisins.

645. mál
[12:09]
Horfa

Guðlaugur Þór Þórðarson (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég las nú ekki upp allar undanþágurnar, en ég er að biðja hæstv. ráðherra um að útskýra það í örstuttu máli hvar þetta kemur niður, það væri mjög gott ef hann gæti gert það.

Jú, ég sé að við erum að breyta vopnalögunum, lögum um bílaleigur og húsaleigulögum — endurskoðendur og bókhald, ég sé nú ekki alveg að þetta muni hafa mikil áhrif á þann þátt málsins, eða öryggi raforkuvirkja sem hér er vísað til, eða veitingastaðir, gististaðir, skemmtanahald eða verslunaratvinna, ég sé nú ekki alveg að það muni hafa mikil áhrif á þá þjónustu. Við erum svolítið frá meginlandi Evrópu þó svo að stærstur hluti landsins sé landfræðilega í Evrópu, það er nú aukaatriði. Það væri gott ef hæstv. ráðherra tæki bara dæmi um það hvar þetta komi helst niður ef þetta verður samþykkt eins og (Forseti hringir.) lagt er til.