139. löggjafarþing — 112. fundur,  14. apr. 2011.

vatnalög og rannsóknir og nýting á auðlindum í jörðu.

720. mál
[14:25]
Horfa

Vigdís Hauksdóttir (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Nú hefur t.d. stóriðjan 12 ára starfsleyfi í senn sem hún hefur til afskrifta á húsnæði sínu hér á landi þannig að það er orðin ansi mörg árafjöld og mismunandi eftir því hvaða lög er átt við. Hæstv. ráðherra vísar í að horft hafi verið til nágrannaríkjanna við breytingar á þessum lögum. Mig langar til að spyrja hæstv. iðnaðarráðherra hvaða nágrannaríki er miðað við þegar rætt er um breytingar á vatnalögum og hvaða nágrannaríki er verið að miða við hvað viðkemur breytingum á lögum um nýtingarrétt auðlinda í jörðu.

Að lokum langar mig til að spyrja ráðherrann: Eru einhverjir samningar í gangi sem iðnaðarráðuneytið er nú þegar komið af stað með varðandi nýtingu samkvæmt þessu frumvarpi og alþjóð veit ekki um? Þeir yrðu þá undanskildir þessum lögum því að þau taka náttúrlega ekki gildi fyrr en þau fá (Forseti hringir.) fullgildingu á Alþingi.