139. löggjafarþing — 112. fundur,  14. apr. 2011.

vatnalög og rannsóknir og nýting á auðlindum í jörðu.

720. mál
[14:39]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (andsvar):

Frú forseti. Það vantar sem sagt svar við því hvort þetta frumvarp sé ekki vantraust á stjórnsýsluna. Síðan vildi ég bæta við hvort ekki sé núna t.d. rakið að leigja Landsvirkjun auðlindirnar til 30, 40 eða 50 ára og selja hana eftir að ríkið er búið að gera þann samning. Sömuleiðis með Orkuveitu Reykjavíkur. Reykjavíkurborg á nú í ákveðnum vandræðum, getur hún ekki leigt Orkuveitunni auðlindina og selt hana síðan á markaði, gæti það ekki verið snjallt? Ég hugsa að margir vildu kaupa svona íslenska, hreina orkulind sem menn geta fengið afnot af í t.d. 30 ár. Eftir því sem tíminn lengist, þeim mun meira fá menn væntanlega fyrir eignina sem búið er að gera samning um.