139. löggjafarþing — 112. fundur,  14. apr. 2011.

fæðingar- og foreldraorlof.

748. mál
[16:55]
Horfa

Ragnheiður Ríkharðsdóttir (S) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég þakka hæstv. velferðarráðherra fyrir túlkun hans á greininni og vænti þess að þeir fulltrúar hv. félags- og tryggingamálanefndar sem hér eru taki túlkun ráðherrans til greina. Ég vænti þess að hún eigi að vera í þessa veru, að fólk missi ekki þau réttindi sem það hefur og tapi ekki á því að eignast barn á einhverju ákveðnu tímabili vegna einhverra aðstæðna sem urðu til áður en blessað barnið fæddist. Ég þakka hæstv. velferðarráðherra fyrir að túlka sinn skilning á frumvarpinu og vænti þess að hv. félags- og tryggingamálanefnd taki þessa túlkun til skoðunar og skerpi enn frekar á því sem sagt er í lögunum þannig að það orki ekki tvímælis hvað hér er átt við.