139. löggjafarþing — 113. fundur,  15. apr. 2011.

fjöleignarhús.

377. mál
[11:16]
Horfa

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Frú forseti. Það frumvarp sem við greiðum atkvæði um er réttarbót fyrir blinda og fatlaða sem þurfa á leiðsögu- eða hjálparhundi að halda til að lifa sjálfstæðu lífi. Samtímis er tryggður réttur þeirra einstaklinga sem eru með alvarlegt ofnæmi fyrir hundum og köttum.

Samfylkingin styður frumvarpið enda stuðlar það að jöfnum tækifærum fatlaðs fólks til sjálfstæðs lífs og þátttöku í samfélaginu.