139. löggjafarþing — 113. fundur,  15. apr. 2011.

fjöleignarhús.

377. mál
[11:19]
Horfa

Birkir Jón Jónsson (F) (um atkvæðagreiðslu):

Frú forseti. Ég kem upp til að lýsa yfir eindregnum stuðningi við það mál sem við erum að fara að greiða atkvæði um. Við þekkjum öll tilurð þessa máls, það óréttlæti sem fatlaður einstaklingur lenti í. Ég kem líka upp til að lýsa yfir fullum stuðningi við þá breytingartillögu sem hv. þm. Helgi Hjörvar hefur lagt fram og hvet alla þingmenn til að leggja þessu góða máli lið. (Gripið fram í: Heyr, heyr.)