139. löggjafarþing — 113. fundur,  15. apr. 2011.

fjöleignarhús.

377. mál
[11:21]
Horfa

Guðmundur Steingrímsson (F) (um atkvæðagreiðslu):

Frú forseti. Ég styð þetta mál eindregið. Það er liður í því mikla verkefni að tryggja fólki með fötlun á Íslandi sjálfstætt líf.

Við höfum farið vandlega yfir það í félags- og tryggingamálanefnd. Sjónarmiðum þeirra sem eru með ofnæmi fyrir þessum dýrum hefur verið mætt og þau hafa verið rædd kirfilega. Ég styð þess vegna eindregið breytingartillögu hv. þm. Helga Hjörvars. Ég held að hún sé til bóta.