139. löggjafarþing — 113. fundur,  15. apr. 2011.

fjöleignarhús.

377. mál
[11:22]
Horfa

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (Sf):

Frú forseti. Ég styð breytingartillögu sem við greiðum atkvæði um enda tel ég hana stuðla að frjálslyndi og virðingu fyrir fjölbreytileika. Samtímis er í frumvarpinu kveðið skýrt á um þær reglur sem hunda- og kattaeigendur þurfa að lúta og það tillit sem þeir eiga að sýna nágrönnum sínum. Með breytingartillögunni er réttur fólks með alvarlegt ofnæmi jafnframt tryggður.