139. löggjafarþing — 113. fundur,  15. apr. 2011.

fjölmiðlar.

198. mál
[11:27]
Horfa

Vigdís Hauksdóttir (F) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Mikil andstaða er við frumvarpið hjá þeirri atvinnugrein sem verið er að fjalla um. Það er þrengt mjög að starfsumhverfi allra annarra fjölmiðla en Ríkisútvarpsins. Það var ekki tekið nægilegt tillit til þeirra hagsmunaaðila sem komu fyrir menntamálanefnd að mínu mati og því get ég ekki stutt þetta frumvarp og mun greiða því nei-atkvæði mitt á öllum stigum þeirrar atkvæðagreiðslu sem nú fer í hönd.