139. löggjafarþing — 113. fundur,  15. apr. 2011.

fundarstjórn.

[11:37]
Horfa

Eygló Harðardóttir (F):

Virðulegi forseti. Ég veit ekki alveg hvort það er hlutverk fundarstjóra að ræða hörundsæri hv. þm. Ragnheiðar Ríkharðsdóttur vegna þess sem ég segi í ræðustól. Ég beindi ekki orðum mínum sérstaklega til hv. þingmanns og þess vegna finnst mér mjög einkennilegt að hún skuli taka þeim svona persónulega.

Ég tek það sérstaklega fram þannig að það verði enginn misskilningur að Ragnheiður Ríkharðsdóttir hefur sinnt starfi sínu í menntamálanefnd mjög vel og á mjög mikið í þeim efnislegu breytingum sem gerðar voru á frumvarpinu. Þess vegna finnst mér mjög leitt að hún skuli ekki alla vega hafa setið hjá við afgreiðslu málsins en hún verður sjálf að útskýra hver ástæðan er fyrir því. (Gripið fram í: … segja fólki hvernig það á að greiða atkvæði?) (Gripið fram í.)

(Forseti (ÁRJ): Forseti hvetur hv. þingmenn til að gefa forseta tóm til að halda áfram atkvæðagreiðslu.)