139. löggjafarþing — 113. fundur,  15. apr. 2011.

stefnumótandi byggðaáætlun 2010--2013.

42. mál
[11:56]
Horfa

Birkir Jón Jónsson (F) (um atkvæðagreiðslu):

Frú forseti. Nú er loksins komin til afgreiðslu stefnumótandi byggðaáætlun fyrir árin 2010–2013 en nú er árið 2011 þannig að áætlunin virðist ná eitthvað aftur í tímann sem er algjör nýlunda í áætlanagerð á hv. Alþingi.

Við þekkjum það líka að hæstv. ríkisstjórn hefur haft mjög falleg orð um marga málaflokka; skuldir heimila, skuldir fyrirtækja og hvernig vinna eigi með markvissum hætti að úrlausn þeirra, og öll þekkjum við hvernig til hefur tekist í þeim efnum. Nú eru vissulega komin mjög fögur fyrirheit í byggðamálum og vonandi verða þau að veruleika. En miðað við hvernig ríkisstjórnin hefur framfylgt orðum sínum dreg ég mjög í efa að þessi byggðaáætlun muni ná fram að ganga, a.m.k. undir forustu þessarar ríkisstjórnar. (Forseti hringir.) Ég vona að hún muni ganga í gegn en ég mun sitja hjá við þessa atkvæðagreiðslu.