139. löggjafarþing — 113. fundur,  15. apr. 2011.

stefnumótandi byggðaáætlun 2010--2013.

42. mál
[12:01]
Horfa

Helena Þ. Karlsdóttir (Sf):

Hæstv. forseti. Ég ætla að lýsa yfir ánægju minni með þá byggðaáætlun sem nú er til afgreiðslu og ég styð hana heils hugar. Áætlunin tekur á mörgum af brýnustu hagsmunamálum landsbyggðarinnar. Ég tel það til mikilla bóta að forsætisráðherra flytji Alþingi skýrslu um framgang áætlunarinnar og stöðu byggðamála í landinu og skapi þannig umræðu í þinginu um þetta mikilvæga mál. Ég treysti því, virðulegi forseti, að byggðaáætluninni verði fylgt eftir af krafti og að horft verði til reynslu Norðurlandaþjóðanna og framkvæmda þar varðandi jöfnun lífsskilyrða, flutningskostnaðar o.fl.