139. löggjafarþing — 113. fundur,  15. apr. 2011.

fundarstjórn.

[12:02]
Horfa

Eygló Harðardóttir (F):

Virðulegi forseti. Eins og forseti hefur eflaust tekið eftir virðist vera einhver óeirð og pirringur í mannskapnum í þingsal. Ég óskaði eftir því að fá að koma upp og ræða fundarstjórn forseta því að ég vænti þess að forseti hafi ákveðinn skilning á ýmsu sem komið hefur fram í ræðustól.

Fram kom í orðum hv. þm. Guðlaugs Þórs Þórðarsonar að hann teldi mig sýna oflæti í ræðustól eða alla vega í störfum mínum á Alþingi. Ef það er oflæti að vilja ekki sitja og standa eins og sjálfstæðismenn vilja verð ég víst að viðurkenna að það á ágætlega við um mig. Það er nokkuð sem hefur einkennt mig árum saman og ég sef eins og ungabarn þrátt fyrir það.

Það sama gildir um alla aðra stjórnmálaflokka. Ég er hér til að tala máli Framsóknarflokksins og það verða menn bara að sætta sig við. Ég mun halda áfram að gera það eins vel og ég get. (Gripið fram í: Heyr, heyr.)