139. löggjafarþing — 113. fundur,  15. apr. 2011.

stofnun sameignarfyrirtækis um Orkuveitu Reykjavíkur o.fl.

87. mál
[17:06]
Horfa

Frsm. meiri hluta viðskn. (Skúli Helgason) (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég hef í sjálfu sér engu við það að bæta sem ég nefndi í fyrra andsvari mínu. Þetta er tillaga sem kom fram eftir að við höfðum lokið meðferð og umræðu um málið í hv. viðskiptanefnd. Ég get því ekki talað fyrir munn nokkurs manns nema sjálfs mín varðandi viðhorf til tillögunnar.

Ég tel að tillagan hefði þurft að fá almennilega umræðu í nefndinni og að við hefðum þurft að fara í gegnum kosti og galla hennar og tengja hana þeim atriðum sem frumvarpið sjálft fjallar um, þ.e. starfandi stjórnarformönnum og kynjajafnrétti. Þetta lýtur að allt öðrum þáttum og þar af leiðandi held ég að það sé ákveðnum vandkvæðum bundið að samþykkja tillögu sem þessa í raun að óathuguðu máli.