139. löggjafarþing — 115. fundur,  2. maí 2011.

olíu- og gasrannsóknir á landgrunni Íslands undan Norðausturlandi.

71. mál
[16:16]
Horfa

Mörður Árnason (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Þakka þér fyrir forseti. Það er gott að eiga góða forseta að. Ég vil segja að ég tel að olíu- og gasrannsóknir eigi að fara fram alls staðar þar sem von er um olíu og gas, svo sjáum við til hvað er gert við það. En um leið og ég biðst afsökunar á að hafa misst af síðari umr. um málið held ég að ég geti ekki stutt það því mér finnst sérkennilegt að flutningsmenn feli einhverjum öðrum að tryggja að hafnar verði rannsóknir á þessu. Enn þá undarlegra er að meiri hluti iðnaðarnefndar skuli breyta þeirri frómu ósk í að Alþingi telji að tryggja verði fjármagn til að gera tiltekna hluti. Þar með skorar það væntanlega á sjálft sig nema að þingsályktunartillöguna eigi að bera hv. formanni fjárlaganefndar. Ég skil ekki alveg þetta þingmál og get ekki tekið þátt í afgreiðslu þess.