139. löggjafarþing — 115. fundur,  2. maí 2011.

olíu- og gasrannsóknir á landgrunni Íslands undan Norðausturlandi.

71. mál
[16:18]
Horfa

Skúli Helgason (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Við greiðum hér atkvæði um tillögu til þingsályktunar um olíu- og gasrannsóknir á landgrunni Íslands undan Norðausturlandi. Ég er mjög fylgjandi því að slíkar rannsóknir fari fram en verð að lýsa yfir vonbrigðum með þetta mál því mér finnst að það hafi því miður versnað í meðförum hv. iðnaðarnefndar. Í stað þess að Alþingi álykti að fela iðnaðarráðherra að tryggja að þessar rannsóknir geti hafist er hér til meðferðar breytingartillaga um að Alþingi álykti að tryggðir verði fjármunir til þessa verkefnis en alveg er skilið eftir í lausu lofti hver á að gera það. Er það þingið sjálft? Er það framkvæmdarvaldið? Er það guð almáttugur? (Gripið fram í.) Ég tel að við séum í ákveðnum vanda með þetta mál og get ekki stutt það í því formi sem það er lagt fyrir þingið.