139. löggjafarþing — 115. fundur,  2. maí 2011.

lokafjárlög 2009.

570. mál
[17:03]
Horfa

Ólína Þorvarðardóttir (Sf) (andsvar):

Frú forseti. Það er fagnaðarefni að heyra að við erum öll á einu máli um þetta. Maður hlýtur þá að vænta góðs og vænta mikils af þeirri vinnu sem fram undan er í hv. fjárlaganefnd varðandi það að leggja fram tillögur til úrbóta. Ég hlakka til þeirra umræðna sem munu verða hér um þá skýrslu þegar hún kemur inn í þingið. En um það erum við hjartanlega sammála, það er enginn pólitískur ágreiningur um það held ég, að þessu þarf að breyta og á þessu þarf að taka af meiri festu. Ég segi þá eins og hv. þm. Valgerður Bjarnadóttir: Við getum hlakkað til samstarfsins.