139. löggjafarþing — 116. fundur,  3. maí 2011.

afbrigði um dagskrármál.

[14:37]
Horfa

Einar K. Guðfinnsson (S):

Virðulegi forseti. Við greiðum hér atkvæði um makalaust mál og það er kannski í samræmi við það að því fylgja líka makalaus vinnubrögð. Hér er beðið um afbrigði til að breyta lögum um landsdóm en á síðastliðnu hausti var sú óheillaákvörðun tekin af meiri hluta Alþingis að draga einn hæstv. fyrrverandi ráðherra fyrir landsdóm. Svo illa var að þeim málum staðið að hér þarf að koma inn með nýtt frumvarp svo ljúka megi þessu máli. Það fer illa á því að það sé gert með því að biðja um afbrigði og raunar tvöföld afbrigði. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins eru að sjálfsögðu á móti slíkri ósvinnu. (Gripið fram í.)