139. löggjafarþing — 116. fundur,  3. maí 2011.

afbrigði um dagskrármál.

[14:41]
Horfa

Sigurður Kári Kristjánsson (S):

Virðulegi forseti. Ég held að vel færi á því að þeir hv. þingmenn sem ætla að greiða þessari tillögu atkvæði sitt og veita afbrigði geri þinginu grein fyrir því af hverju þeim hefur snúist hugur síðan þeir samþykktu þingsályktunartillögu um bætt vinnubrögð á Alþingi. Breytt afstaða og samþykki þessarar tillögu felur í sér algjöran viðsnúning á þeim sjónarmiðum sem þar komu fram.

Einnig er full ástæða til að rifja upp að þegar hv. þm. Atli Gíslason mælti fyrir því að ákæra ætti Geir H. Haarde og að þingið mundi boða til pólitískra réttarhalda var því lýst yfir að ekki þyrfti að breyta landsdómslögunum. Nú er verið að leggja fram frumvarp til breytinga á landsdómslögum í annað sinn síðan sú ákvörðun var tekin. Það er Alþingi Íslendinga enn og aftur og til enn meiri skammar (Forseti hringir.) hvernig á þessu máli er haldið.